Ég er ein heima. Ég má ekki fara út. En þó er það ekki þannig að ég sé í straffi, ég er heldur aldrei óþekk.... bara frek og leiðinleg. Ég er að passa. Nú hnussa kannski nokkrir og finnst ég vera vanþakklát að kunna ekki að meta það að fá að passa lítið sætt kríli um jólin en svo er það ekki. Ég er að passa svínbleikt flikki sem getur á engan hátt verið fyndið eða skemmtilegt, það þagar bara og verður í mesta lagi sætt, en þó ekki í útliti heldur á bragðið.... nú eru kannski einhverjir farnir að kannast við lýsinguna og spurja: ,,er þetta Íris eða herdís ?" eða ,, ekki getur þetta verið Nökkvi?". Svarið er nei. Ég er nefninlega hangikjötspössunarpía! Það er nefninlega þannig að hann pabbi minn þarf að hafa allt fullkomið. Til dæmis fer alveg rosalega í taugarnar á pabba ef ég sker ekki egg langsum svo rauðan dreifist betur eða ef ég sker tómata í sneiðar en ekki báta sem honum finnst halda ferskleikanum betur! En í dag ætluðu hann og mamma í heimsókn til vinafólks síns og ég ætlaði þá bara að spurja eftir Írisi eða e-m jafnvel Evu en það skiptir engu því hugmyndin mín var felld áður en ég bar hana fram.
smá samtal:
mamma: Gæi minn ætlar þú ekki að horfa á boltann hjá Lelló meðan ég og magga skreppum í göngutúr?
pabbi: en hver á þá að passa hangikjötið ?
mamma: nú auðvitað Saga
ég: ha? passa hvað ?
pabbi: nú hangikjötið auðvitað!
ég : passa það frá hverjum?
pabbi: nú frá ofsuðu!
Svo nú stend ég vörð um hangikjötið sem ég hef skírt Manga og geri mitt besta til að forða því frá ferlíkinu henni Ofsuðu. Það er nefninlega þannig að ef þú stendur lengi yfir potti sem gýs hangikjötsgufu verður maður dálítið klikk! Gott dæmi um það eru pýþíurnar á Grikklandi en þær störfuðu í véfréttinni í hofi Apollons en í sögubókinni minni er sagt að nútímamönnum þyki líklegast að svælan sem pýþíurnar önduðu að sér hafi ekki verið rotnunargufur af slöngunni sem apollon drap heldur eitruð lofttegund vegna eldvirkni á þessum slóðum. Þessir ,,nútímamenn" sem voru uppi þegar sögubókin var skrifuð eru ekki lengur taldir til nútímamanna vegna elli sögubókarinnar og því er þeim ekki trúandi fyrir neinu því auðvitað voru þetta ekki eitraðar lofttegundir sem risu úr iðjum jarðar heldur hangiketsgufa eins og sannað hefur verið! Nú þá munu víst einhverjur fávísir spyrja sem svo: ,,Kjánaprik Saga! Hver var eiginlega að sjóða hangikjöt inni í jörðinni?". Þá minni ég ykkur á að á þessum tíma þ.e. þegar véfréttin var uppi var fullt af óskapnaði sem gekk um óáreittur þar til honum var hent í Hadesarheima þar á meðal títanar og klýklópar. En hjá þeim var hangikjöt í háveigum haft enda nýtt á markaðnum. Svo oftar en ekki buðu þeir til mikillar veislu þar sem hangikjöt var soðið og ef þeir voru heppnir feykti Tantalos til þeim nokkrum ávöxtum sem voru gjarnan hafðir sem eftirréttir eða matur miklli hangikjötslotna! Vegna umræddar hangiketssturlunar hef ég samið gagaraljóð til hans Manga míns sem ég ætla að flytja:
Mangi galpína, gæðablóð,
gallalausi vinur.
Heimasætan orðin óð
við kjötstykki stynur
Mangi meyri blíðlyndi
mjúka feita flikki.
Á mig skellur þunglyndi,
hræðsla þó ég klikki.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim