Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Ó, þessi hverfula ást!
Ást mín á Guðbjarti efnafræðikennara og Ruberti keppanda í Survivor hefur mátt víkja fyrir annarri og máttugri ást. Sá sem hefur fangað hug minn að þessu sinni er Hróbjartur sögukennari. Hann er fyndinn, sposkur og sprækur. Það virðist sem þeir sem beri björt nöfn sbr. Guðbjartur og Hróbjartur eigi auðveldara með að heilla mig en e-r myrkraherrar eins og Hrafnar og svarthöfðar aðrir. Má ég biðja um eilífa birtu, sólstafi og lýsigull.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim