Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, mars 01, 2004

Sigga þú hefur rétt fyrir þér! Já aldrei hélt ég að sá dagur kæmi að Sigga kæmi með skynsamlega athugasemd. Þó virðist sem það hafi gerst og af því tilefni verður efnt til fjöldasöngs á Landakotstúni í kvöld kl. 22:00. Þótti henni að húmor minn hefði smitast óvenjulega mikið af húmori sumra bekkjarbræðra minna betur þekktir undir nafninu T-bekkjar strákarnir eða íþróttastrákarnir.

Þetta tel ég eins nálægt sannleikanum og hægt er en að undanförnu hef ég komið mér að óvart hvað varðar grófleika. Ég hef einnig orðið vör við húmorsleysi en það er einmitt helsta einkenni T-strákaveikinnar. Sem dæmi má nefna að ég stóða sjálfan mig að því að hlæja tryllingslega af brandara Tomma A. um að bolludagurinn væri einskonar heiðursdagur Gunna og ekkert virðist hlægja mig meira þessa dagana en þegar Haukur bekkjarbróðir framkvæmir fuglahljóð í stíl við nafn sitt. Tommi A. er að mínu mati einn sá allra fyndnasti og fylgir Valdi þar fast á eftir.

En ég er þó ekki alveg á því að þessi veiki sé eins slæm og flestir virðast halda því þessi einfaldi húmor gerir það að verkum að lítið þarf til að gleðja mig. Það tel ég frekar dyggð en löst.

Fyrir þá sem ekki deila bekk með mér eða þá sem hafa ekki umgengist mig mikið upp á síðkastið kemur einn 23 karata gullmoli frá Jóa risa og dálítið sýnishorn af mínum nýfædda grófa húmor:

Við bekkurinn vörum stödd í kynfræðslu og vorum að reyna slá met í að finna sem flest orð yfir kynfæri bæði karla og kvenna á sem stystum tíma. Hjá karlkynskynfærinu voru komin orð eins og pylsa/pulsa, kóngur, tippi/typpi og margt margt fleira. Er við vorum að verða uppiskroppa með orð yfir þennan ágæta líkamshlut gellur í Jóa:,,PABBI" Við þetta steinþögðu allir og gáfum við Jóa um 3 sekúndur af grafarþögn til að verða rauðari (ef það er þó hægt) en eftir þær sprungum við öll úr hlátri. Nokkrum vikum síðar vorum ég og Tommi G. að velta fyrir okkur hvernig Jói ætti eftir að tala við konuna sína er hann yrði eldri og ætlaði að fleka hana (þetta notar Valdi þegar hann er að tjá ást sína á stelpum fyrir mér) og kom mér í hug ýmsar grófar línur svo sem: ,, komdu til PABBA" (með tilheyrandi perrarödd) og ef hann vildi fá munngælur gæti hann sagt sem svo: ,, Á ekki að kyssa PABBA góða nótt".

Þetta er ljótt í munni ungrar dömu og því tel ég að þessi húmor sem verið er að rækta innra með mér af fingragrænum bekkjarbræðrum stofni kvennleika mínum í töluverða hættu. Ekki má ég við því þar sem kvennlega hliðin á mér er að hopa jafnvel hraðar en jöklar landans og það eina sem virðist ekki láta umhverfið (sól né strákafjölda) hafa áhrif á sig er ást mín á drengjum... en nó um þetta smá vísa

Gunni bollu gleypir títt
geymir hana í maga
súkkulaðismjörið nýtt
svolgrar alla daga.0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim