Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, mars 12, 2004

Allir að mæta á Lodd!

Sæl verið þið! Maginn minn er eins og fiðrildabú. Gangaslagurinn var í gær og ætla ég að hrósa 6. bekkjar kynsystrum mínum þar sem í morgunblaðinu stóð að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem stelpur tóku þátt. Heyr heyr stelpur gott hjá ykkur! Þó efast ég um að ég muni leika þennan leik eftir að nokkrum árum liðnum. Mér líkar nefninlega ekki við að vera hálfnökt og útötuð í sleypiefni.

Ef leiða sækir að þá er bara að skella ,,Tóti var einn í tölvulandi" í spilun frábært lag með texta sem snertir við manni. Greyið Tóti aleinn umkringdur rafmagnstækjum. Ef þetta er ekki efni í ameríska dramamynd; Maður með vírus eða Tölvuleikurinn lék á hann þá veit ég ekki hvað!

P.S. Allir að mæta á Lodd, þrusugott leikrit sem skartar öllum helstu stjörnum MR (og mér sem líki númer 26 ;)


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim