Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Mig langar óstjórnlega að ….
… verða Fjallkonan. Ég hef ekki ákveðið neitt um framtíð mína nema þetta eitt - að ég vil og ætla mér að verða Fjallkonan. Best þætti mér að fá að verða alvöru Fjallkonan þ.e. ekki bara þessi 17 júní fjallkona heldur þessi sem býr í fönninni - Fjallkonan sem er nær himnesk, en það er ekki á allt kosið.
Ástæða: Það er bara svo óendanlega flott og fallegt.
… bíta í kinnarnar á forsetanum okkar. Mér þykir hann óheyrilega sætur og krúttlegur. Nú kunnið þið að spyrja ykkur hvað hafi fengið mig til að fyllast þessari undarlegu þrá.
Ástæða: Til að bræða hjarta mitt gerði Ólafur eftirfarandi:
-Gekk lúðalega, virtist voða æstur, vildi valhoppa en reyndi virðingar sinnar vegna að hemja sig. Útkoman varð gimpaganga.
-Gaf öllum sem hann mætti stórt Sólheimabros
-Verslaði í Heilsubúðinni.
-Keypti lífrænt ræktuð epli.
-Hélt eplapokanum þétt að brjósti sér með annarri hendi í stað þess að láta hann hanga niður með lærinu.
-Bað lífvörðinn um að bíða fyrir utan Blómabúð Binna. Það var sykursætt að sjá stóran durgslegan apa skoða útstillingar í blómabúð.
-Það að hann var líklegast að kaupa lífrænt ræktuðu eplin handa henni Dorrit sinni.
-Að gleðja hana gleður hann!
… framtíðarmaðurinn minn kaupi lífrænt ræktuð epli handa mér í Heilsubúðinni. Ég vil líka að hann gleðjist við að gleðja mig.
Ástæða: Mér þykir epli fallegur ávöxtur svo eru þau líka góð og hitt þarfnast engrar útskýringar.
… eignast fimm stúlkubörn
ástæða: svo ég geti nefnt þau: Stjörnurós, Hjartapanna, Larens, Guðsvísu og Hróðný í höfuðið á dúkkunum hennar Herdísar.
… eignast trampólín
ástæða: hoppa, hoppa, hoppa …
… borða kjöt
ástæða: svo ég geti beðið um væna flís af feitum sauð í fínu matarboði.
Fróðleiksmoli póstsins: epli, kartafla og laukur er allt eins á bragðið ef þú heldur fyrir nefið þegar þú borðar það!
Afhverju er blogger óþekkur við mig? Afhverju get ég ekki gert enter eða miðjað fyrirsögnina?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim