Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Þvílíkt lyktarríki
Sæt sumarblóm, brennt bensín, nýslegið gras, rök mold, salt haf, gamall skítaáburður, dreifð lúpína, sólarvörn númer sex, arfi, grænmeti, sólbrennt hold, kolagrill, möl, fersk rigning, grillmatur, svefnpoki, notaðir fótboltaskór, ryk, klór, útsparkaður fótbolti, mosi, lindir, fjöll, nýtt timbur, hvönn, tjald, tindaloft, lauf- og barrtré.

Ég hef fengið freknur á hnén.

Á föstudaginn þjáðist ég af hnetuskorti og ákvað að fara í tíu - ellefu og fá mér salthnetur. Þetta var á leiðinni heim úr vinnu. Ég settist svo ein á bekk, (í rauðum rasslausum buxum, stórri grárri flíshettupeysu og bara öll frekar tuskuleg) las blað, át hnetur og drakk vatn úr Sappel-flösku. Framhjá mér gekk fremur smávaxinn, dökkhærður maður maður í frárenndum sumarjakka, áletruðum stuttermabol og snjáðum gallabuxum. Hann var í kringum 45-58. Honum fannst ég víst e-ð forvitnileg því eftir að hafa gengið framhjá mér tók hann U-beygju og settist hjá mér á bekkinn. Hann var erlendingur, nánara tiltekið Portúgali. Við spjölluðum saman í 20 mínútur. Ég veit ekki um hvað! Hann talaði litla sem enga ensku, bara portúgölsku. Ég reyndi að slá um mig og sagði ,,hundur" á hans máli en hann varð bara hvumsa. Það sem ég skildi þó var:

-Hann var að fara í skip klukkan fimm, en ætlaði að koma aftur klukkan sjö til að dansa.
-Honum finnst gaman að synda í sjó og ætlaði að gera það á laugardaginn klukkan sjö.
-Hitinn getur farið upp í 308 kelvin í portúgal. (fann ekki gráðutakkann)
-Maradona tengist e-ð bolnum hans.
-Hann hefur farið til Úkraínu.
-Skv. honum átti Portúgal að fara keppa á sunnudaginn. (kjáni það var á laugardegi!)
-Hann sagði "artist" í gríð og erg en neitaði því þó að vera listamaður.
-Hann vildi vita hvort ég ætti bróður. (hommi?)
-Hann vildi vita hvort ég ætlaði að sofa eða dansa þetta kvöld.

Eftir spjallið stóð ég upp og kvaddi. Hann vinkaði mér, brosti og kallaði e-a kveðju á eftir mér. Þetta var án efa eitt skemmtilegasta samtal sem ég hef átt.

Í skólagörðunum vinna með mér tvær stelpur á 19 ári. Þær eiga það til að vera svolítið hægt hugsandi. Ein spurði mig t.d. voða hissa hvort ég fengi fréttablaðið líka frítt og hélt að skátarnir væru aðeins 60 talsins. Hin vissi ekki hvaða tréflikki þetta hefði verið í myndinni Troju og þegar ég sagði henni að þetta væri hinn frægi Trojuhestur sagði hún: ,,Troju hvað? Ekki var þetta hestur? Ég var alveg viss um að þetta væri rostungur!"

Fróðleiksmoli Gunna: Heimskur er gjarnan höfuðstór.

7 Ummæli:

Blogger Sigga Gyða sagði...

sorrí saga mín... vonandi ertu búin að jafna þig.
en ertu þá ekki lengur blómálfur??

8:04 e.h.  
Blogger Harmsaga sagði...

Einar:
-Gamla kommentkerfið fékk að fjúka með gamla templatinu og þetta kröfuharða fylgdi frítt með skiptunum.
-Ég skrifa ekki celsíus í bókstöfum mér finnst það halló.
-Ég var að reyna að vitna í Valda og vissi ekki betur en að hann hafði notað ,,gjarnan".

Sigga þú ert ágæt

Leifur mér þykir óendanlega vænt um þig!

2:33 f.h.  
Blogger Hildur sagði...

Þú ert nú meiri kellingin Saga mín. Alls ekki leiðinleg færsla! En þetta er nú meira kúka-kommentakerfið, endilega láttu einhvern tölvuvæddan redda þessu fyrir þig.

5:07 e.h.  
Blogger J sagði...

Einar: Til að gera íslenskar gæsalappir notarðu alt+0132 („) og alt+0147 (“).

Annars eru þessi nýju template algjört rusl.

6:30 e.h.  
Blogger vala sagði...

Hey! Ég var nálægt því þegar þú sagðir mér söguna af þessum stelpum í skólagörðunum í stikkorðum:p Gott blogg..en ég er samt meistarinn í að halda á lofti;) Ég vil að við böttlum aftur!

10:40 e.h.  
Blogger vala sagði...

Þú þorðir ekki í mig aumignginn þignnn!!! Ég trúi ekdi að þú hafi eki þorað í mig..af hverju komstu ekki með bolta??"! ég sagið þer´að það var pissað á mignnnn!

3:27 f.h.  
Blogger Harmsaga sagði...

Ójú, víst! En ekki í gær þar sem þú varst ofurölvi. Hefðiru nennt að labba alla leið til mín til að reyna að vinna mig í halda á lofti keppni? Útpissaður bolti er engin afsökun!

1:02 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim