Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, október 18, 2004

My brain hurts!

Það var eitt sinn í Hagaskóla, þegar búið var að fara yfir allt námsefni til prófs, að leyft var að fara í actionary. Kennarinn skrifaði niður orð á bleðla sem nemendurnir drógu svo og léku það sem á þeim stóð eftir bestu getu. Þegar vel var liðið á leikinn var komið að strák einum að gera. Strákurinn dró miða og um leið og tíminn var settur af stað byrjaði hann að ganga um stofuna með hendurnar eins og vélmenni, stífar fram. Þegar hann var búinn að arka um í mínútu án þess að nokkur gæti giskað á hvað hann þóttist vera var hann stoppaður.

E-r: Vá! Hvað ég hef ekki hugmynd um hvað þú varst að leika!
Strákurinn: Það er heldur ekkert skrítið þar sem miðinn er á ensku! Miðarnir eiga ekkert að vera á ensku!

Krakkarnir fóru nú að kennaraborðinu til að lesa á miðann og sáu skrifað sérnafnið ,,Bush".

Krakkarnir (hlæjandi): Hélstu að þú ættir að leika nafnorðið bush þ.e. runna?
Strákurinn: Ha? Nei, ég var að leika strætó!

Þetta er alls ekki óalgengur misskilningur. Ég var til að mynda einu sinni að lesa í fréttablaðinu grein um e-a hljómsveit sem hafði skrifað bók um hvernig ætti að koma Bush frá völdum í Bandaríkjunum. Ég fattaði ekki fyrr en að ca. þrjár línur voru eftir af greininni að verið var að tala um Bush forseta en ekki strætó! Ég hafði bara verið handviss um að strætó hefði hertekið samgöngumarkaðinn ef svo má að orði komast.

Árshátíðin er búin. Fötin voru fengin á síðustu stundu í Tinnu frænku. Þótt hún hafi ítrekað reynt að sannfæra mig um að flott yrði að koma klæddur sem skylmingaþræll, sopranos-skækja og rauðbyrstingur lét ég ekki segjast og stal frá henni kjól.

Það er orðið algengt að ég haldi með flokk góðmenna heim til mín um miðjar nætur til að drekka te. Það finnst foreldrum mínum spes. Þeim finnst ekki trúanlegt að fjórir til fimm krakkar kjósi frekar að vera edrú (mikið er þetta plebbalegt orð), drekkandi gleðite og hlustandi á klassík en að vera á bjórkvöldum og í eftirpartíum.

Pietismi er skemmtilegt fyrirlestrarefni og Monty Python skemmtileg afþreying.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim