Daníel þú ert ömurlegur!
Núna í morgun var ég að fara á fótboltaæfingu eftir handboltaæfingu en hafði ágætis tíma þar á milli. Þann tíma hafði ég ákveðið að nýta í freknusöfnun á gervigrasi KR. Eftir svona eina til tvær nýfengnar freknur kom e-r pabbi með tvo syni sína þá Daníel og Sigga. Daníel var kannski svona 6-7 ára en Siggi 5-6. Pabbin sjálfur var e-ð um fertugt. Feðgarnir skoruðu á tvo stráka sem voru fyrir á vellinum og í kringum 6-7 ára. Ég var ekki mikið að hlusta né horfa til að byrja með. Lá bara þarna dormandi yfir Noru Jones en þegar köll eins og: ,,Daníel þú getur ekki rassgat" eða ,,Reyndu að verja e-ð Siggi" fóru að yfirgnæfa sönginn vaknaði áhugi minn. Já þarna stóð fertugur maður að farast úr keppnisskapi og baulandi á syni sína. Kallinn tók þátt í leiknum svo þeir voru þrír á móti tveim. Hann var ekki í marki heldur lét markið yngri syni sínum Sigga sem vildi miklu frekar fara út. Ef hann komst í færi þrykkti hann af alefli í annan af 6-7 ára strákunum sem var í marki. þegar pirringsópið ,, Reyndu að hlaupa Daníel þú ert ömurlegur" var orðið vægt miðað við margt sem kallinn lét út úr sér var Siggi litli farin að reyna róa pabba sinn; ,,Pabbi þetta er bara leikur... svona eins og skákinn í gær mannstu?". Í lokinn var ég farin að kvetja þá af þvílíku kappi. Við það efldust þeir mikið og stóðu sig eins og hetjur. Mér finnst þessir strákar alveg rosalega duglegir að geta umgengist pabba sinn aldrei hefði ég þolað svona niðurrif.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim