Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, desember 13, 2003

Núna er langri og strangri próftörn næstum lokið. Ohh ég get ekki beðið eftir að vakna laus við kvíðahnút í maganum en hnútaleysið stendur varla lengi þar sem ég þarf að kaupa fjöldan allan af jólagjöfum. en jæjja.....

Þegar ég vakna fyrir próf þá er ég óhemju kvíðin og þess vegna drekk ég te í miklu magni. Þessari taumlausu tedrykkju fylgir því svo auðvitað að ég þarf að pissa á einhverjum tímapunkti og sá tímapunktur er yfirleitt kringum 10:05 en svo óheppilega vill til að þá er ég einmitt í miðri próftöku. Fyrst um sinn held ég í mér en þegar ég er hætt að hugsa skýrt, eflaust vegna þess að pissublaðran er farin að þjarma óþægilega að einhverrri mikilvægari heilataug sem liggur við mittisstað, þá rétti ég upp hend og bið vinsamlegast um að fá að nota salernið. Kennarar gera sér mismikla grein fyrir hversu mikilvæg þessi pissuferð er fyrir mig og því getur tíminn sem líður eftir að ég bið þá og þangað til að þeir aðhafist eitthvað verið mismunandi en gefum okkur svona 5 mín þ.e. líka þangað til háttvirt salernisfylgja kemur og sækir mig. Venjulega hefur þetta gengið ansi snuðrulaust fyrir sig þ.e. ég og salernisfylgjan verðum samferða inn á klósettirð en þar skiljast leiðir og ég fer ein inn á básinn eins og eðlilegt er. Svo ég haldi nú minni úrkynjuðu frásögn áfram þá var síðastliðinn mánudagur ekkert tilvalinn fyrir eðlilega prófklósettferð. Ég hafði haldið í mér ansi lengi í miðju stærðfræðiprófi og var nú hætt að geta hugsað skýrt og var því sótt handa mér eitt stykki salernisfylgja og í þetta skipti hét hún umsjónarkvenkynskennari ja ég fór svona smá hjá mér en ekkert alvarlega en stuttu seinna átti ég eftir að fá áfall. Það var nefninlega þannig mál með vexti að þessi óvenjulega umsjónarkvenkynssalernisfylgja vildi ekki leifa mér að fara einsamalli inn á básinn! ,,Ha? Ehh, ó..... ok " sagði ég hvumsa og þar sem mér var alveg gríðalega mikið mál (hafði eflaust klárað heilan tepott) þá gat ég ekkert annað en samþykkt þetta. Ég reyndi því mitt besta við að pissa eðlilega með hana standandi yfir mér. Arr hvað ég fyllist miklum viðbjóði við þessa endurminningu. En svo fór ég bara aftur í stærðfræðipróf og reyndi að láta eins og þetta hefði aldrei gerst og ef þetta hefði þó gerst þá gerði hún þetta bara vegna þess að skólareglurnar kváðu svo en mér gekk illa að hugsa jákvætt eftir þetta svo frá 10:10 - 10:25 hugsaði ég aðeins stíft um nýliðinn atburð. En næsta dag í enskuprófinu (en það ku einmitt vera fagið sem þessi úrættaða salernisfylgja kenndi) þurfti ég nauðsynlegast hjálparhönd og þó að mér væri ekki vel við það þá bað hana nú samt um að rétta mér hana. Reif hún þá af sér hendina og dinglaði henni ótt og títt framan í mig meðan hún framkallaði pissuhljóð með munninum... nei það gerði hún ekki, hún hjálpaði mér en síðan beygði hún sig niður og hvíslaði: ,,hvernig ertu eftir gærdaginn ?" svo roðnaði hún afskaplega eins og hún skammaðist sín fyrir ófyrigefanlega hegðun sína svo fór hún og ég sat eftir í losti. Því að segja þetta við mig í miðju prófi og roðna svo eins og hún blygðaðist sín fyllti mig viðurstyggð. Ég hafði jú farið tvisvar sinnum á klósettið og alltaf ein inn á básinn umrædda og eingin salernisfylgja önnur en hún hafði neitt á móti því . Þannig að augljóslega kváðu skólareglur ekki um að salernisfylgjur ættu að góna á ungmenni í hægðum sínum. Þó ekki hefði verið um hægðir að ræða var ég samt alveg jafnörg og nú á ég aldrei eftir að geta umgengist þennan kennara eðlilega og hef jafnframt ekki farið á klósettið í miðju prófi síðan!

Já nú hef ég sagt umheiminum frá því hvernig mér var misboðið gróflega seinasta mánudag og vonast því til að fá smá huggun en hana getið þér veitt mér m.a. með því að leggja sirkað 1000 kr. inn á bankareikninginn min: 50013206835 en allur ágóði á eftir að renna í sálfræðikostnað eftir umrætt atvik. Nei ekki gera það því þetta er ekki bankareikningurinn minn og ekki vil ég að þessar fjárflúgur sem þið ætluðuð að senda mér fari til einhvers síngjarns manns t.d. einhverjum sem var að skammta sér 2030 þúsund króna launahækkun og kallar sig jafnframt fulltrúa almúgans. En nú ætla ég að fara í bakaríið og kaupa mér kanilstráðan kuðung eða út í búð að versla snúð eins og maðurinn sagði þannig að hittumst heil.0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim