Nú hef ég nýlokið stúdentsprófsmaraþoninu. Viðtökurnar eru þó ekki þátttökumedalía, frítt gadorade og mynd af mér sveittri í blaðinu. Allavegna ekki í bili. Nú er í forgarði útskriftar sem þýðir að allur minn tími fer í að: velja á milli þessarar og hinnar snittutegundarinnar, veita föður mínum andlega neyðarhjálp en hann er óhemnju stressaður yfir veisluhöldunum, muna hverjum er búið bjóða og hverjum ekki sem er erfiðara og neyðarlegra en það hljómar og krefst mikillar leikni og lævísi: ,,Já, heyrðu þetta er Saga ég var að spá hvort þið ætlið ekki örugglega að mæta á föstudaginn? Ha? Nú þá hefur e-ð klikkað hjá póstinum. Jæjja þú veist það þá a.m.k. núna að þér og allri fjölskyldunni er boðið.” og svo, það mest gefandi, að taka til inni í herberginu mínu sem lítur út eins og ég hafi verið í stúdentsprófum í einn og hálfan mánuð.
Afleiðingar tiltektarinnar eru ótal ruslapokar sem innihalda bréfmagn hliðstæðu því sem vinna má úr hálfum regnskóg og tómt skápapláss sem eitt sinn geymdi hundruð handritaðra harðspjalda með helstu atburðum mannkynssögunnar, jarðfræðinnar, líffræðinnar o.s.frv. Ég fæ samt ekki af mér að henda öllum glósunum. Þær eru nefninlega þó ég segi sjálf frá fáránlega skipulagðar, hnitmiðaðar og oft skemmtilega myndskreyttar. Þess vegna ætla ég að pranga þeim öllum upp á Sigrúnu Hlín. Hún má náttúrulega ekki henda þeim en þarf að finna þeim góðan geymslustað sem gæti reynst henni erfitt hafandi hingað til geymt allt sitt á gólfinu sem er ekki fullnægjandi fyrir mínar glæsiglósur.
Afleiðingar tiltektarinnar eru ótal ruslapokar sem innihalda bréfmagn hliðstæðu því sem vinna má úr hálfum regnskóg og tómt skápapláss sem eitt sinn geymdi hundruð handritaðra harðspjalda með helstu atburðum mannkynssögunnar, jarðfræðinnar, líffræðinnar o.s.frv. Ég fæ samt ekki af mér að henda öllum glósunum. Þær eru nefninlega þó ég segi sjálf frá fáránlega skipulagðar, hnitmiðaðar og oft skemmtilega myndskreyttar. Þess vegna ætla ég að pranga þeim öllum upp á Sigrúnu Hlín. Hún má náttúrulega ekki henda þeim en þarf að finna þeim góðan geymslustað sem gæti reynst henni erfitt hafandi hingað til geymt allt sitt á gólfinu sem er ekki fullnægjandi fyrir mínar glæsiglósur.
Enú... í tiltektinni fann ég einnig allar mínar morfís- og sólbjartsræður að ógleymdum milljón-blaðsíðna svarapökkunum hennar Guðrúnar Sóleyjar. Eftir að hafa lesið þær flestar yfir og grátið það hvað ég var einu sinni miklu fyndnari kom ég að lokakaflanum mínum í ræðu sem var skrifuð og flutt fyrir keppnina á móti Borgarholtsskóla þar sem við mældum með dauðanum en hann hljómar svona:
Góðir gestir, enginn veit sína ævi fyrr en öll er, sjaldan er dauðinn barnsins gaman og dauðinn er bara gaman eru allt málshættir sem sana hið forkveðna að við erum ekki guðir heldur afskaplega dauðlegir menn og það er bara gamanópíum fólksins, friðþæging Marx, við erum ekki guðir við erum mannhvatinn til að lifa innihaldsríkt.
Þessi lokakafli finnst mér vera morfís í hnotskurn þ.e. algjör þvæla sem hljómar vel.
Góðir gestir, enginn veit sína ævi fyrr en öll er, sjaldan er dauðinn barnsins gaman og dauðinn er bara gaman eru allt málshættir sem sana hið forkveðna að við erum ekki guðir heldur afskaplega dauðlegir menn og það er bara gamanópíum fólksins, friðþæging Marx, við erum ekki guðir við erum mannhvatinn til að lifa innihaldsríkt.
Þessi lokakafli finnst mér vera morfís í hnotskurn þ.e. algjör þvæla sem hljómar vel.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim