Grindargliðnun
Ó, þú langþráða sumar! Planið er:
Ganga Hvannadalshnjúk með mömmu.
Fara á dansnámskeið með Herdísi.
Fara á annað dansnámskeið með Aríel.
(Þessa færni þarf ég að öðlast!)
Æfa ristarskot.
Fara í fótbolta með Írisi.
Fara í göngutúra með Írisi.
Sofa undir berum himni með Herdísi.
Klára Ilminn.
Lesa ensku gelgjubækurnar sem Rútur lánaði mér.
Halda kökuboð fyrir kökuklúbbinn.
Halda mynda-kökukvöld með bekkjasystrum.
Læra að fara í handahlaup og eða standa á höndum.
Elda mikið.
Byrja á Ofvitanum.
Skora mark í fótboltaleik (helst skalla).
Fara út að borða með Leifi.
Dorga með Herdísi.
Fara út á land með Aríel.
Fara í bíó með Gunnari Steini.
Reyna að troða Ásgeiri e-r staðar að.
Ég og Aríel ætluðum að reyna að sigla til Bessastaða á gúmmíbát með brotnum árum en það virðist sem báturinn hafi rifnað í sundur svo ekkert verður úr þessu nema að Aríel nái að punga út öðrum bát. Eigið litríkan dag.
Fróðleiksmoli póstsins:Stærðartákn á hjólbarða veita mikilvægar upplýsingar. Þau upplýsa ekki aðeins um breidd hans og þvermál felguopsins heldur einnig gerð, hlutfall hæðar af breidd og þar að auki hraðaþol hans.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
1 Ummæli:
Saga þú veist að Bjössi bóndi strand var að kaupa zodiak í vor sem á eftir að sjósetja og stranda í Viðey eins við gerðum á trillunni forðum daga. Þið Leifur ættuð að vera ólm í annað eins ævintýri.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim