Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Grindargliðnun
Ó, þú langþráða sumar! Planið er:

Ganga Hvannadalshnjúk með mömmu.
Fara á dansnámskeið með Herdísi.
Fara á annað dansnámskeið með Aríel.
(Þessa færni þarf ég að öðlast!)
Æfa ristarskot.
Fara í fótbolta með Írisi.
Fara í göngutúra með Írisi.
Sofa undir berum himni með Herdísi.
Klára Ilminn.
Lesa ensku gelgjubækurnar sem Rútur lánaði mér.
Halda kökuboð fyrir kökuklúbbinn.
Halda mynda-kökukvöld með bekkjasystrum.
Læra að fara í handahlaup og eða standa á höndum.
Elda mikið.
Byrja á Ofvitanum.
Skora mark í fótboltaleik (helst skalla).
Fara út að borða með Leifi.
Dorga með Herdísi.
Fara út á land með Aríel.
Fara í bíó með Gunnari Steini.
Reyna að troða Ásgeiri e-r staðar að.

Ég og Aríel ætluðum að reyna að sigla til Bessastaða á gúmmíbát með brotnum árum en það virðist sem báturinn hafi rifnað í sundur svo ekkert verður úr þessu nema að Aríel nái að punga út öðrum bát. Eigið litríkan dag.

Fróðleiksmoli póstsins:Stærðartákn á hjólbarða veita mikilvægar upplýsingar. Þau upplýsa ekki aðeins um breidd hans og þvermál felguopsins heldur einnig gerð, hlutfall hæðar af breidd og þar að auki hraðaþol hans.

1 Ummæli:

Blogger Edda Ýr sagði...

Saga þú veist að Bjössi bóndi strand var að kaupa zodiak í vor sem á eftir að sjósetja og stranda í Viðey eins við gerðum á trillunni forðum daga. Þið Leifur ættuð að vera ólm í annað eins ævintýri.

8:30 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim