Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, september 14, 2007

(Ég, Þórfríður og Bríet að sólbaðast á skólalóðinni)

Vóvóvó! Í fyrradag var í sex klukkutíma kapphlaupi í ævintýranámskeiðinu sem ég er í. Það var tryllt, erfitt og tryllt erfitt. Við vorum þrjú í liði og kepptum við fimm önnur ævintýralið. Liðsfélagir mínir voru Laura og Magnús. Magnús er stór danskur strákur sem gengur í ullarpeysu og er nýbúinn að læra að segja ,,stór rass - gott að grípa". Hann er einnig hávær og gólar mikið og durgslega það sem hann hefur nýlært. Laura er hress töff stelpa sem kann vel að meta kökur (sérstaklega þær sem eru gerðar úr súkkulaði). É´ra fíl´ana! Kapphlaupið var nokkurn veginn svona fyrir hvert lið:

Hlupum einn klassískan hlaupahring á mann í kringum fótboltavöll, týndum svo öll eplin af tveimur eplatrjám (auðvitað á að nota okkur þegar við getum ekki neitað), næst syntum við fimmtán ferðir (ein = fram og til baka) sundferðir samtals á lið. Við Laura skiptum þeim á milli okkar því Magnús kann bara hægt bringusund. Eftir það áttum við að hjóla á e-n stað á korti og finna átta kirkjur (og taka mynd af okkur fyrir framan þær) á leiðinni, eftir það leystum við krossgátu og svo átti eitt okkar (ég) að línuskauta á meðan hinir hjóluðu á næsta áfangastað. Þar áttu tvö okkar að synda (ég og Laura) í stöðuvatn og sækja kort sem var fast við kork og flotholt á miðju vatninu. Næst áttu við svo að ferðast 12-15 km (fer eftir hversu oft og illa þú villtist) með eitt hjól og hinir þurftu að hlaupa (Magnús og Laura skiptust á að nota hjólið). Þegar við svo loksins komumst í gegnum skóginn og lappirnar mínar voru að gefa sig þá tók við tveir hringi á heræfingastöð. Heræfingastöðin var minn akkelesarhæll en sem betur fer kom Magnús í fyrsta skipti að gagni en hingað til hafði hann aðeins pissað, hugsað hægt og gert annað sem tafði fyrir og reyndi á keppnisskapið mitt. En já heræfingstöðin samanstóð aðalega af mismunandi veggjum sem ég komst ekki yfir svo Magnús verandi efnilegur í stelpukasti kastaði okkur hálfpartinn yfir. Eftir þetta þurftum við svo að hjóla aftur á byrjunareit og synda þar fimm ferðir á mann. Það er skemmst frá því að segja að við unnum næsta lið með 15 sekúndum þökk sé framúrskarandi kunnáttu Lauru á kort, upphandleggjum Magnúsar og óbilandi keppnisskapi mínu. Nú eru tveir dagar síðan og ég er enn þreytt.

Við Þórfríður fluttum erindið okkar á miðvikudagsmorgun. Það var mikið stuð. Hér er smá brot úr því á mjög lélegri ensku að sjálfsögðu af tillitsemi við Pólverjana og Tjekkana og mjög svo innblásið af sagnfræðilegum Danahatri Ásgeirs:
Saga: ,,Once upon a time Iceland was a danish colony and we suffered for 600
years of colonial-oppression. That was not a good time for Icelanders and we had
to make shoes from our precious books so we would not freeze to death and then
eat our shoes so we would not starve to death. Then we also lived in houses like
this (mynd af torfhúsum)
But after we got our inderpendant thanks to our padriot Jón
Sigurðsson we have it really nice and cosy and live like this... (mynd af Reykjavík)"
Þórfríður:,,You might think that Icelanders do not like Danish people
because they treaded us so badly. But that´s not true. Icelanders are really
forgiveable so now we love Danish people"
Saga: ,,even though they do not deserve it"

Það tókst svo vel til að við erum enn að taka við hrósum. En skrifandi um herbergisfélaga minn: hún er snilld. Hún er útúrsteikt og skemmtileg og við pössum últravel saman. Okkur finnst fátt skemmtilegra en að bulla í pólverjunum sem eru líka ótrúlega skemmtilegir. Já, og hún heitir Þórfríður.
Nú er ég orðin rosa lúllin eftir að hafa vaknað sex til að hlaupa og sportast svo meira og unnið í eldhúsinu svo ég ætla í háttinn. Þórfríður er að djamma. Ég og Unnur og Bríet ætluðum líka að djamma en misstum af leigubílnum og þegar rútubílstjórinn hafði farið út úr rútunni til að segja okkur hvert hann væri að fara rann rútan af stað og klessti á þrjá bíla áður en bollubílstjórinn náði að stökkva inn í hana og setja í handbremsu. Við ákváðum bara að slaka.




Hér er ég að tala í skóinn minn og naglalakka mig í hlutverki grimmu nornarinnar í Mjallhvíti og dvergunum sjö sem var sett upp á einni kvöldvökunni. Eftir þetta hef ég verið kölluð ,,the queen" en eftir kapphlaupið er ég kölluð the ,,icelandic machine" nema pólverjarnir þeir kalla mig ,,sætu sætu" (svona er ég nú sniðug að kenna þeim réttu orðin). Já og svona er skólinn minn megatöff:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim