Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ég nenni ekki að læra. Ég er orðin tossi og ógeð:

  • Ég sofnaði lærandi á maganum á Odda
  • Ég hef sagt við mig ,,iss, einkunn í einu skyndiprófi segir ekki neitt"
  • Ég er að borða mjólkursúkkulaði á virkum degi.
  • Ég er að blogga.
  • Svo ef ykkur finnst listinn ekki nægilega ógurlegur þá ætla ég að klikkja út með að segja að ég sé alveg rosalega agalega ferleg. Hvað eru mörg leg í því?

Annars ætla ég í lýðháskóla í Danmörku í hálft ár. Þar ætla ég að synda, hlaupa á eftir bolta, nudda, leika, fitnessast og reyna það ómögulega; að dansa. Ég valdi skólann Gerlev. Útaf matnum. Þau sögðu hann ,,lækker" . Já, eiginlega bara útaf matnum.

Svo hefur Herranótt skyndilega tekið upp á þeirri nýjung að hafa æfingar. Mér finnst að fyrst þetta stefnir í flopp þá eigum við að floppa ærlega. Ekkert hálfkák- skólafélagið borgar.

P.s. Tilvitnunin ,,Eigið litríkan dag" er tekin úr Andrés (Ha, Saga?) en hana á nágranni Andrésar, ekki þó Jónas heldur listmaður sem hefur farið í felur til að forðast ágang stórmenna sem vilja fá málaða mynd af sér. Frasinn kemur upp um hann. Eigið litríkann dag...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim