Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, júní 12, 2004

Jói kynTRÖLL!

Skrambans! Myndinn var inni á C-drifi sem þýðir víst að hún er óbirtanleg. Þessi líka skemmtilega mynd af Jóa að bora í nefið!

Fróðleiksmoli póstsins: Nefholið er klætt húð er kallast slímhúð. Slímhúðin fær nafn sitt af því slími er klæðir yrta borð þekjunnar og vísar inn í nefholið og er það slím horið okkar. Slímið verður annars vegar til í sérstökum kirtlum er liggja undir þekjunni og opnast út á yfirborðið með útfærslugang en hinsvegar í sérstökum frumum í yfirborðsþekjunni er kallast bikarfrumur. Fyrir hverja eina bikarfrumu eru fimm eiginlegar þekjufrumur í yfirborðsþekjunni. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi í nefinu og er því okkur nauðsynlegt.

3 Ummæli:

Blogger vala sagði...

OJ OJ OG AFTUR OJ!!!

Viltu ekki bara blogga um eyrnamerg næst?!

9:50 e.h.  
Blogger Hildur sagði...

Hva, voðalega ertu viðkvæm Vala. Þetta er mjög fræðandi og sniðugt. Hef lesið um svona áður held ég...

11:44 e.h.  
Blogger Gugga Rós sagði...

hefur einhver sagt þér að þú ert leiðinleg. Þetta er örugglega mest syfjandi blogg sem ég hef nokkurn tíma lesið saga mín.

8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim