Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Gemini hvað?
Ég þyki vera peningagráðug! Herdísi blöskrar þegar ég set upp verð á görðum, verður feimin og fer að prútta við mig! Nei, Herdís, það er kaupandinn sem á að prútta.

Saga: Þetta gerir X fyrir átta tíma þ.e. með hádegishléi!
Herdís: Jú og svo höldum við garðinum við í allt sumar þér að kostnaðarlausu!
Saga (snýr sér að Herdísi): NEI!
Kaupandi: Nújá, viljið þið ekki kíkja á garðinn?

(Í garðinum)
Saga (gerir sér ekki grein fyrir að kaupandinn er á svölunum fyrir aftan hana og heyrir allt): Herdís! Halda garðinum við? Ég er ekkert að fara að halda e-m fokking garði við fyrir ekki neitt!
Herdís (veit af kaupanda og fer hjá sér): Já, fokkensíurnar eru í miklum vexti!

Af hverju er ég sögð Gemini? Hvaða stjörnumerki er Gemini? Ég er ekki Gemini!

Munið þið eftir Alexander úr hagaskóla og svalyrðinu ,,chilla boila" ?

Fróðleiksmoli póstsins: Næstum því allir Pug hundar hrjóta. Þeir hrjóta þó ekki alveg jafn hátt og við mennirnir, en það er stundum erfitt að heyra muninn. Þeir gefa einnig frá sér allskonar hljóð (kölluð snörl), en gelta þó lítið sem ekkert.

4 Ummæli:

Blogger Hildur sagði...

Já Saga mín, gemini er tvíburi. Er ég allvega nokkuð viss um. Jú það er tvíburi! Tommi er tvíburi, og ég líka ;)

6:46 e.h.  
Blogger Harmsaga sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:11 e.h.  
Blogger Harmsaga sagði...

Æ, afsakið það sem ég vildi sagt hafa var: ,,Deyðu!"
En svo mundi ég eftir sætu setningunni sem Rútur sagði við mig eftir e-t próf í sumarblíðunni: ,, stelpur verða svo sætar í sólinni, Saga." Rútur þú ert sjálfur væminn! Við erum ekki rokk!

1:18 e.h.  
Blogger vala sagði...

jahá..fokkensíurnar hljóta að vera fögur blóm..það mega allir vera væmnir einhvern tímann en samt vera rokkarar! Það er hægt að vera rokkari alltaf nema einn dag í mánuði, þá má segja ofurvæmnar og klígjulegar setningar..

1:36 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim