Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

þriðjudagur, október 28, 2003

Færsla dagsins er tileinkuð Skapta Norðmanni, áhanganda mínum ;)

Í dag ætla ég að gleðjast. Gleðinni valda ýmsar hindranir sem ég hef nú yfirstigið svo sem dönsku kjörbókarritgerð sem átti að skrifa á 40 mínútum og strembið sögupróf.

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Þetta er niðurstaðan sem ég fékk úr einhverju prófi hér á dögunum sem fékk mig til að hugsa afhverju í ósköpunum ég ætti þá ekki kærasta. Þessi hugsun breyttist brátt í reiði gagnvart strákum sem hafa á einhvern hátt kosið að líta framhjá hæfileikum mínum á þessu sviði! En ég er fljót að fyrigefa þannig örvæntið ekki! Ég hef íhugað að bjóða upp á viðtalstíma í framtíðinni þar sem allir þeir strákar sem sjá að sér geta beðist fyrigefningar og möguleikar þeirra á að kynnast mér nánar verða ræddir undir kertaljósi kertið verður líklegast ekki rómantískara en spritt.... þ.e.a.s. sprittkerti (hahaha). þau verða svo líka tent alla helgina (sökum aðsóknar) þannig að ég þyrfti eiginlega að kaupa heilan lager af kertum og hvergi er ódýrari kertalager en einmitt hjá spritt-samsteypunni. En eftir að hafa hugsað þetta þyli fattaði ég að þetta myndi náttúrulega hindra alla umferð í hverfinu mínu þar sem yfir sig ástfangnir strákar myndu standa og þylja ástaróði á hverju götuhorni í nágreni mínu. Svo felldi pabbi líka tillöguna er ég bar hana fram. Honum hefur eflaust ekki litist á að heill her af strákum gengi á eftir mér. Honum finnst víst bara betra að eiga einmana óelskað dóttur...

Yndi dagsins:
Einar Bjarki: Hann er algjört yndi og og virkilega hlýr strákur þó að hann sé stundum soldið önugur við mig. Úff ég held að mér sé farið að þykja vænt um hann þó ég þekki hann sáralítið. Ég get þó ekki látið vera að nefna það að hann er stundum óþolandi gáfaður en ég held að það sé líka bara smá öfund í mér ;)

Auli dagsins:
Leikfimiskennarinn hún Ragna Lára fyrir að gera þær kröfur til mín að ég væri uppfull af samhæfingu (handahlaup)

p.s. ég biðst líka velvirðingar gagnvart öllum þeim sem finnst að íslenskum máltækjum sé misboðið hér en það vill stundum gerast að þau ruglist saman í mínum brenglaða kolli.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim