Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, nóvember 02, 2007

Tjékkland

Um daginn keyrði ég ásamt öllum skólanum í gegnum Þýskaland til Tjékklands þar sem við gengum yfir til Póllands. Í Tjékklandi brölluðum við margt og mikið t.d. fórum við í fjallahjólaferð, klifruðum í klettum, fórum á bob-sleða og í high-ropes. High-ropes er nýja uppáhaldið mitt. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það svo það hljómi jafn æðislega og það er en það sameinar allt skemmtilegt eins og áhættu, lofthræðslu, adrenalín og glannaskap. En áður en gamanið gat byrjað þá þurftum við að þola 15 klukkutíma rútuferð. Lukkulega tókst mér og Pálma að ná fremstu sætunum í tveggjahæða rútunni svo við höfðum bæði útsýni og möguleikann á að breyta sætunum okkar í king-size rúm. Við höfðum sumsé allt sem til þurfti fyrir eins ánægulega 15 klukkutíma rútuferð og hugsast gat. Að einu undanskildu: Þórfríður og Unnur sátu rétt hjá okkur. Að öllu jöfnu hefði það bara gert rútuferðina enn ánægjulegri en þar sem Þórfríður var sannfærð um að þeirra sæti væru minni og þrengri en öll hin sætin (fór meira að segja í rannsóknarleiðangur með mælistiku) gat hún ekki látið það tækifæri renna sér úr greipum að nöldra í 15 klukkutíma. Telst það afrek útaf fyrir sig.
Þórfríður í verstu sætunum af öllum mögulegum rútusætum að eigin sögn (fyrir áhugasama má lesa meira um skoðun hennar á þessum sætum hér)
Hér má sjá mig og Pálma fara vel um okkur á meðan Þórfríður lætur gamminn geysa.

Þetta er Rasmus (ber sviðsnafnið Raz). Hann vann einu sinni evrópsku söngvakeppnina fyrir börn sem gerir dönsku stelpurnar óðar í hann. Þórfríður fullyrðir að hann sé næsti Brad Pitt. Sjáum til með það.

Hér er ber ég ábyrgð á lífi Rune sem er e-s staðar að klifra þarna fyrir ofan mig. Takið eftir hvað klifurbeltið gerir mikið fyrir rassinn minn.


Tjekkland og ég á toppnum

Klifurkonan, klifurkallinn og Cecilia. Klifurkallinn var ekta tjékkneskur töffari með sítt hár í tagli, öggusmáa eyrnasneppla og átti hund sem hét Sven.




High-ropes-svæðið. Þarna glannaðist ég. Ef e-r vill gera afskaplega vel við mig fyrir lífstíð má sá og hinn sami setja upp svona græjur í garðinum mínum. Hér hefuru hugmynd að jólagjöf Ásgeir.
Einn daginn fórum við í gönguferð til Póllands. Þá fórum við upp heljarinnar fjall í skíðalyftu. Hér má sjá Emil og tileygða samkynhneigða Grænlendinginn, Mareilles í einni slíkri. Þess má geta að ég og Pálmi höfðum ekki öryggisgrindina niðri. Það var samt bara af því að ég er skepna og Pálmi er lofthræddur.

Hér er ég bæði í Póllandi og Tjékklandi á sama tíma. Magnað alveg hreint.

Þetta tröll fær að vera strákur dagsins. Hann heitir Josef. Fyrst þegar við komum í skólann fannst okkur hann aðal hunkið og kölluðum hann hunkalicious. En eftir að hafa talað við hann og komist að því að hann er með kítti á milli eyrnanna köllum við hann hulkalicious. En þrátt fyrir að vera afskaplega takmarkaður þá hefur hann mjög falleg dökk augu (svona 60% súkkulaðilituð) og kann að glotta þannig að Þórfríður fullyrðir að hún fái 10% fullnægingu við það eitt. Eftir göngutúrinn ákvað Josef að baða sig upp úr þessum drullupolli sem deilir myndinni með honum. Eins og ég skrifaði þá er hann meira fyrir augað kallinn.Anders (sá sem hét Annas í seinasta bloggi), Esben og Rune fyrir utan bobsleðabrautina. Ég, Pálmi og þeir fórum í kapp þar sem bjór var lagður undir (súkkulaði í mínu tilfelli). Eftir 3 ferðir ákváðum við að vera tvö og tvö saman í sleða og fara þannig enn hraðar. Ég og pólska tröllið Pjotrek deildum sleða og klufum hljóðmúrinn rétt áður en við klesstum á Pálma og Rune sem höfðu klesst á Esben og Anders. Það var allt í góðu þangað til að e-r vitleysingur kom á fleygiferð niður brautina og lét varnarorð Anders sér sem vind um eyru þjóta og klessti á bert bakið mitt. Það var ógeðslega fokking vont og ég er enn með kúlu á beininu sem mig verkjar í. Og ég ætla í röntgen.

Ég og Bríet fyrir framan stærsta kastala í Evrópu í Prag en fyrrgetinn Jósef fór einmitt með okkur í ferðalag um borgina sína.

Frímann Gunnarsson, ég og Bríet í Prag. Þess má geta að hann er svindlari og leiðindapúki meira um það í næsta bloggi.

Prag í öllu sínu veldi. Þess má geta að ég var alein og týnd á þegar ég tók þessa mynd. Ég ætti kannski að gerast einsetuljósmyndari.



Á heimleiðinni fékk Þórfríður svo gömlu sætin okkar Pálma svo allir gátu sofið sælir glaðir og vel. Vei fyrir því. Á myndinni á má einnig sjá þær nauðsynjar sem þarf til að þola svona langrútuferð. Takið eftir nammistykkinu á myndinni (milli símans og ístesflösklunnar). Það er með hnetusmjöri og er gott og ég át rosa mörg.

p.s. maturinn í Tjekklandi er ódýrari og verri en þessi tilraun R. Kellys til frama. Mæli með kafla 2-6 í þessari mögnuðu hip-hoperu. Í alvöru talað þið megið ekki láta þetta fram hjá ykkur fara!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim