Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

þriðjudagur, október 14, 2003

Væl og vol! Ég er veik. Ég mátti svo sem búast við því þar sem Ég gerði þau reginmistök að umgangast Evu (sem var veik).
Á laugardagsmorgun var ég haldin þeirri undarlegu þráhyggju að vera heimilisleg og ákvað þess vegna að baka döðlubrauð. Ég sullaði saman öllu því sem í uppskriftinni stóð og skellti í ofn. Útkoman var vægast sagt hræðileg! Ohh mig klí­gjar við tilhugsunina! ,,Brauðið" var einskonar döðlu, hnetu og spelt massi sem var bæði þungt og vont í maga. þetta lét ég samt inn fyrir mí­nar varir og það í­ miklu magni til að reyna sannfæra mig og aðra sem þurftu að horfa upp á óskapnaðinn að ég væri alls ekki slæmur kokkur. Ég komst svo að því­ svona um hádegisbilið að uppskriftin sem ég hafði stutt mig við var einhver gí­ga heilsuuppskrift og því­ var ekki að furða að útkoman varð eins og hún var! Um kvöldið kom svo Eva, Tommi Gunn, Gunni, Gulla, Þorgils, Sigþór og Erik heim til mí­n á svo kallað Mel-kvöld þar sem langþráður draumur minn um að horfa á Braveheart í þriðja sinn rættist loksins.
Svo á sunnudagsmorgun fann ég að ég var orðin veik og pabbi sagði mér að mæla mig en ég brást hin versta við kvað það vera óþarfa. Ég vissi vel að ég var með hita en ég vissi einnig að ef pabbi vissi það þá myndi hann banna mér að keppa. Gulla kom og sótti mig stuttu seinna og við keyrðum upp á Leiknisvöll þar sem leikurinn átti að fara fram. Fyrir þá sem ekki muna hvernig veðrið var á sunnudaginn kemur hér örstutt veðurlýsing: Skýað (regnþykkni) og rigning eða súld með köflum, stinningskaldi og hitastig í kringum 2°. Það gæti vel verið að veðurstofa Íslands sé mér ekki alveg sammála en svona upplifði ég a.m.k. veðráttuna síðastliðinn sunnudag. Leikurinn hófst svo um eitt leytið og húkti ég því­ inn á¡ vellinum í­ rúmar 40 mín eða þar til flautað var til hálfleiks en þá var staðan 2-0 valsmönnum í­ vil. Þá skaust ég inn á klósett og og lét heitt vatn gæla við gegnumfrostna fingur mí­na þangað til seinni hálfleikur byrjaði. Dröslaðist ég þá inná aftur og var þar uns við náðum að jafna 2-2 en þá rann upp fyrir þjálfara mínum (Jónu) ljós og hún hefur eflaust hugsað sem svo ,, nei Jóna nú gengur þetta ekki lengur ég get ekki látið hana Sögu vera inná mikið lengur, nóg er komið af góðmennskunni hjá mér", og því­ var ég tekinn útaf. Hljóp ég svo inn í­ klefa og hafði fataskipti þar sem blaut og köld föt þurftu að ví­kja fyrir þurrum og hlýjum. Leiknum lauk 2-3 fyrir okkur. Íris knáa knattspyrnukona kom okkur yfir með mark beint úr hornspyrnu með sínum fræga snúningsbolta. Er heim var komið var ég mæld enda skalf ég eins og hrísla og mældist ég með 39,eitthvað stiga hita sem þýddi að ég yrði að vera heima næsta skóladag mér til mikillar gremju.
Mánudeginum eyddi ég svo að mestu hálfsofandi upp í­ rúmi og ekki dró til tíðinda fyrr en hann faðir minn kom til mí­n í­ hádeginu. Þá lá ég einmitt og var að reyna að sofna en það var erfitt þar sem ég gat ekki hætt að reikna út hliðar og horn þríhyrninga af einhverjum ástæðum. Er það hafði næstum tekist (það að sofna) kom hann inn til mí­n og tilkynnti mér að hann væri að borða dásamlega kleinu og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér leið miklu betur við þessar fregnir. Stuttu seinna kom hann aftur inn og spurði mig.... æ ég skrifa bara samtalið upp:

pabbi: Saga vilti kleinu ?
Ég: nei
pabbi: Þær eru mjög góðar.
Ég: já
pabbi: ef þú hitar þær í­ örbylgjuofninum í­ 20 sek eru þær ein og nýbakaðar.
Ég: já
pabbi: viltu þá ekki kleinu ?
Ég: nei
pabbi: Þú telur þá bara upp á tuttugu eftir að þú setur þær inn og tekur þær síðan út.
Ég: já
pabbi: Ég er búinn að fá mér tvær kleinur og það er ein eftir.
Ég: já
pabbi: Þú færð þér bara á eftir.
Ég: mm

Um kvöldið pöntuðum ég og pabbi svo sjávarréttapizzu sem bragðaðist ótrúlegt en satt ekki illa (mamma var samt ekki alveg sammála okkur) og horfðum á Braveheart þar sem Gunni var svo elskulegur að gleyma henni.

það var mjótt á munum er ég átti að velja aula dagsins en fyrst og frems er það Inflúensa af A-stofni fyrir að taka sér bólfestu í­ mér og einnig er það hún Heiðrún bekkjarsystir fyrir að halda uppi ýmsum ranghugmyndum um mig.
0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim