Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Því það er svo djúpt að tjá sig í ljóði...
... og ég veit ekki betra ljóð né verra en þetta:

Hinn rústandi hverfuleiki alls sem er

Í dalmynni huga míns rennur stórfljót
þar sem skip hugsjóna minna rekur á land

Í dýpstu kimum hugskots míns
rangálar fullir örvæntingu
...gapandi angist - hjarta mitt brestandi

Ólgandi þjáning sem ólgar og rúmast ekki í brjósti mér

Ó ljúfsára kaldhæðni örlaganna!

Ó, hinn tregafulli einmanaleiki veraldar sem ekki fyrirgefur

Hvar ert þú?

Hvar er þráin sem ég eitt sinn ól við brjóst mér eins og fugl.

Varnalaus- og þú kramdir hana undir hæl þér.


Ég reyni að gleyma en stöðuvötn mynduð af tárum mínum
lækur sem flóir um tóm og köld híbýli mín
renna inn í hjarta mér og minna mig á beiskan raunveruleikann.

Klökkvinn heftir tungu mína, tár byrgja mér sýn.
Mín bíður ekkert nema þögn.
Eilíf nótt.

Til hvers að lifa
þegar við munum öll deyja?

-Höfundur er Sigrún Hlín Sigurðardóttir, tilfinningarvera
(Ég er enn fúl að hafa ekki náð að senda þetta í keppnina um verst ljóð Nýhils)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim