Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, apríl 17, 2006

Talandi um fokk blogger
Orð eins og ,,sjitt", ,,andvarp" og ,,södd" lýsa þessum páskum mjög vel. Svo er sólin búin að skína mikið. Það er alltaf gaman. Ég er líka búin að fara oft í sund. Það er oftast gaman.
Ég fór í ofklóruðu Vesturbæjarlaugina um daginn en þar safnast furðufuglar bæjarins saman. Þar tókst mér að pottast með skrýtna þjóðarbókhlöðukallinum með skallann og bumbuna, gamla skokkaranum með lokkinn snúna og kringlóttum Katelóníumanni. Það var án efa næst skrýtnasta pottaferð sem ég hef farið í og geri aðrir betur.
Annars er ég að hugsa um að minnka súkkulaðiát, sósuát og almennt ofát og fara að snúa mér að betri lifnaðarháttum eins og fasisma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim